loading/hleð
(30) Blaðsíða 28 (30) Blaðsíða 28
Húsmæðraorlof Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir Það var á Laugarvatni, sumarið 1981, að hópur kvenna var saman kominn í kjallara Húsmæðraskól- ans, nánar tiltekið á barnum. Það var að venju góð stemming, sungið, sagðar sögur og mikið hlegið. Við barborðið sátu nokkrir erlendir menn og virtust vera að fylgjast með okkur. Þeir gáfu sig á tal við eina konu úr hópnum og vildu fá að vita hvaða hópur þetta væri. Undrun þeirra varð mikil, þegar þeim var sagt að þetta væru húsmæður í orlofi og þeir spurðu, hver hugsaði um mennina þeirra á meðan? Ég er ekki frá því að þáð hafi hneykslað þá, að fá það svar, að það gerðu eiginmenn okkar sjálfir og gott betur, því þeir hugs- uðu um börnin líka, í heila viku. Hvað er það svo, sem fær konur á öllum aldri til þess að fara að heiman í heila viku? Það er Hús- mæðraorlof. Það var 30. maí 1960, sem Al- þingi samþykkti lög um orlof húsmæðra. Kvenfélagasambandi íslands var falið að hrinda lagaá- kvæðinu í framkvæmd. Allar hús- mæður á landinu hafa rétt til þess að sækja um orlof, ef þær veita heimili forstöðu. Ríkissjóður greiddi í upphafi ákveðna fjárupp- hæð til starfseminnar, síðar var framlagið alfarið fært yfir til bæjar- og sveitarfélaga. bvalarkonur greiða hluta af kostnaði sjálfar. Árið 1962 fóru húsmæður úr Garða- og Bessastaðahreppum, ásamt Mosfells-, Kjalarnes-, og Kjósarhreppum að Reykhólum í Barðastrandarsýslu. Orlofsnefndir, þ.e. ein kona úr hverju byggðarlagi sáu um skipulag og stjórnun. Sumarið 1963 slógu allar orlofs- nefndir sig saman í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Keflavík, Kópavogi og Reykjavík og tóku Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni á leigu allt sumarið, fyrir orlofsdvalir hús- mæðra. Hafnarfjörður var ekki með, af þeirri ástæðu, að hann átti sumarhús fyrir sunnan Hafnarfjörð fyrir sínar konur. Hvert svæði fékk 10 daga til umráða og hver hópur dvaldist 10 daga í senn. Byggðar- lögin í Gullbr.- og Kjósarsýslu, að undanskildum Hafnarfirði, Kópa- vogi og Reykjavík, voru innan vé- banda Kvenfélagasambands Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þá var aðeins um einn kaupstað að ræða, í Keflavík, nú eru þeir sex. Samstarfi áðurnefndra sveitarfélaga og kaupstaða var haldið til ársins 1968. Þá höfðu orlofsnefndir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu ásamt Kven- félagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu fest kaup á Gufudal í Ölfusi af Ríkissjóði, fyrir orlofs- dvalir húsmæðra. Konur í orlofs- nefndum lögðu fram ómælda vinnu endurgjaldslaust, við að koma húsinu í lag, innan dyra sem utan. Mikið þurfti að kaupa og margt var gefið. Hinn 15. ágúst 1968 komu fyrstu 15 dvalarkonurn- ar og dvöldust í 10 daga. Sumrinu á eftir var ráðstafað á þann veg, að heimilið var starfrækt í 10 vikur. Fyrstu 5 vikurnar dvöld- ust á staðnum mæður með börn, viku í senn, síðari vikurnar voru húsmæður einar og sér. Þessi starf- semi hélst í 11 ár og var húsið í leigu yfir vetrarmánuðina. Að sumrinu var það leigt eina viku í senn með sama hætti og önnur orlofshús. Hins vegar var Héraðs- skólinn að Laugarvatni nú nýttur að sumrinu fyrir orlofsdvalir hús- mæðra, vítt og breitt af landinu. Ég hef hér rakið sögu orlofsins í stórum dráttum, en nú ætla ég að segja á hvern hátt ég naut góðs af því. Ég var tvisvar í Gufudal með 2 börn og átti yndislega daga þar. Það var alveg sérstök reynsla fyrir mig, sem alla daga var að elda, skúra og gefa á garðann, bæði heima og í fjárhúsum. Á meðan, með áhyggjur af börnunum, að þau færu sér að voða, passa að þau væru södd og færu snemma að sofa, upp úr kl. 8, svo ég gæti slappað af. í orlofinu var ég áhyggjulaus og naut morgunverð- Á leið í orlof. 28
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 28
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.