loading/hleð
(16) Page 14 (16) Page 14
Hjónin Guðtiý Bjarnar og Árni Björnsson. Guðný Th. Bjarnar, Blátúni 4. Formaður 1986-1989. Heiðursfélagi. Ég flutti í Bessastaðahrepp árið 1979. I friðsældina úr skarkala bæjarlífsins og síðast af öllu datt mér í hug að kvenfélagsstarfsemi ætti eftir að eiga eins mikil ítök í mér og raun varð á. Um kvenfélög hafði ég aldrei hugsað, og þó móðir mín væri virk í kvennastarfsemi, hafði mér aldrei dottið í hug að feta í fótspor hennar. En ég þurfti að kynna mér mannlífið á staðnum, og þar sem mér var sagt að Kven- félagið væri sterkasta félagsaflið á staðnum, var það eitt af mínum fyrstu verkum að fara á kvenfélags- fund. Áður en ég vissi af, var ég komin í nefnd. Par með fóru hjólin að snúast. Næsta ár lenti ég í þorra- blótsnefnd, en nefndarstarfinu fylgdi ekki aðeins það að skipu- leggja hið árlega þorrablót, heldur urðu nefndarmenn sjálfir að annast skemmtiatriði. Pað getur þýtt að þeir verða að tjá sig á margvíslegan listrænan hátt, jafnt í skáldskap og söng sem leiklist og þolfimi. Slíkt hafði aldrei hvarflað að mér fyrr, en einu sinni verður allt fyrst. Þetta reyndist mjög gaman og sálaryngj- andi fyrir konu, sem var að byrja að finna fyrir því að efri árin voru á næstu grösum. Ég held að við í nefndinni höfum farið á kostum í þetta sinn, en það gera þorrablóts- nefndir nú alltaf. En nefndunum fjölgaði og mér fannst ég læra heilmikið í félags- störfum. Árið 1986 var ég allt í einu orðin formaður, og það á sextug- asta afmælisári félagsins. Það þýddi mikið starf framundan, en líka spennandi. Formlega hófst afmælisárið með því að frú Vigdís, forseti, bauð okk- ur til móttöku á Bessastöðum. Þar hafði félagið verið stofnað fyrir 60 árum af þáverandi húsfreyju stað- arins, frú Elínu Vigfúsdóttur, sem jafnframt varð fyrsti formaður þess. Allar konur í Kvenfélaginu mættu í móttökuna og þarna stofnuðum við Laufskálasjóðinn okkar. Það var vor í lofti. Við vorum bjartsýnar og vildum marka okkur stefnu til næstu ára í tilefni afmælisins. Aðal markmiðið var að fegra nesið okkar og fyrsti áfangi þess var að koma upp gróðurreit utan um laufskála, sem gæti geymt fagurt mannlíf til framtíðar. Þegar hefur mikið verið unnið, en verkefnið hefur reynst erfiðara en upphaflega var ætlað. Laufskálinn er ennþá draumsýn, en við trúum að draumsýnin muni rætast. Því horfum við bjartsýnar fram á veginn. Ég minnist líka leikhúsferðar okkar 25. apríl (á sjálfan afmælis- daginn). Prúðbúnar félagskonur ásamt mökum neyttu kvöldverðar á veitingahúsinu Arnarhóli og hlýddu svo á eftir á óperuna „II Trovatore". Þetta var reglulegt „galakvöld" og er mér ógleyman- legt. Margs annars er að minnast frá þessu ári. Um vorið stofnuðum við „Græna markaðinn" til að afla fjár í Laufskálasjóðinn og markað- urinn hefur verið árlegur viðburður síðan. Árangurinn af þessari starf- semi má þó sjá víðar en í sjóðnum, því hann sést líka í fjölbreyttum blóma- og trjágróðri, sem nú prýðir byggðalagið. Þetta ár var ég líka stolt af félag- inu okkar, vegna þátttöku í þjóðar- átakinu fyrir Krabbameinsfélagið, undir forystu Huldu heitinnar Róbertsdóttur. Við skiluðum 90 þúsundum og það vakti athygli. Jafnframt þessu átaki hefur verið hlúð að ýmsum mannúðarmálum, t.a.m. safnað fötum til Palestínu, prjónaðar peysur á pólitíska fanga 14


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Year
1996
Language
Icelandic
Keyword
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Link to this page: (16) Page 14
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.