loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
sér upp samkomuhúsi. Við geng- um í Kvenfélagasamband Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1947. Þegar kom að því að við gátum ekki skor- ast undan því að halda aðal- fund, fengum við samkomuhúsið á Garðaholti leigt fyrir hann vorið 1957. Fundurinn tókst ágætlega. For- setahjónin, hr. Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Pórhallsdóttir, buðu fundarkonum í eftirmiðdagskaffi. Við vorum mjög ánægðar með þá heimsókn að sjálfsögðu. Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum var þá formaður Sambandsins. Hún þakk- aði fyrir okkur eins og henni einni er lagið. Síðar varð hún formaður Kvenfélagasambands Islands og átti eftir að auka hróður kvenfélaga innan lands og utan. Við áttum þess kost árið 1957 að senda eina konu á Húsmæðramót Norðurlanda, er haldið var í Kaup- mannahöfn. Kvenfélagasamband íslands skipulagði ferðina. Kven- félagskonur af öllu landinu fjöl- menntu. Steinhildur Sigurðardóttir valdist til fararinnar úr okkar félagi og var ferðin farin í ágúst. Stein- hildur bauð til októberfundarins í sjöunda himni eftir ferðalagið og sýndi okkur blöð og myndir úr ferðalaginu. Petta var í fyrsta og eina sinn, sem hún fór út fyrir landsteinana. Ennfremur fór ég sem fulltrúi K.S.G.K. á Húsmæðramót Norður- landa í Noregi vorið 1967, þ.e. 10 árum seinna. Ein kona fór frá hverju sambandi á landinu. Við vorurn 19 auk fararstjórans Vigdís- ar Jónsdóttur, skólastjóra Hús- mæðrakennaraskóla íslands. Þarna voru samankomnar 110 konur frá 5 Norðurlandanna. Færeyskum hús- mæðrum var boðin þátttaka, en þær sendu enga. Ferðin er ógleym- anleg, þó nærri 30 ár séu liðin, þá hefur ekki fyrnst yfir kynnin, er mynduðust á milli okkar, er vorum í þessari ferð héðan frá íslandi og höfum við oft mælt okkur mót í Reykjavík. En það eru fleiri ferðalög sem ekki gleymast. Ferðalögin í Kven- félaginu okkar, sem við förum oft- ast að vorinu, og létum ekkert hamla okkur, ýmist til eins eða tveggja daga. Oft voru eiginmenn með í eins dags ferðum, en þegar um tveggja daga ferð var að ræða, varð bóndinn að vera heima. Mér eru margar ferðir minnisstæðar, sérstaklega tveggja daga ferð í Landmannalaugar og Pórsmörk og tveggja daga ferð til Vestmannaeyja vorið 1980. Fararstjóri eitt sumarið, Guðfríð- ur Stefánsdóttir, segir svo m.a. í ferðasögu sinni: „Ferðin var farin á fjallið Heklu 4. júlí 1970. í henni voru 15 konur, fjögur börn og eig- inmaður formanns. Hann greip þetta tækifæri til þess að eiga einn dag með mörgum konum, enda oft- ast konulaus síðan hans ektakvinna gekk í þjónustu Geirs hins góða Hallgrímssonar." Ennfremur segir hún: „Konurnar þurftu að æfa stökk og hlaup til þess að ná gló- andi molum úr Heklu." Já, það gerðist margt, sem ekki gleymist, í svona ferðum. Ótal minningar koma upp í hugann, þegar blaðað er í göml- um fundargerðabókum, t.d. um merkisafmælin, sem eru minnis- stæð og með ýmsu móti minnst. Fyrst var haldið upp á 20 ára afmæl- ið 25. maí 1946 í bíóskála Ung- mennafélagsins að Breiðabólstöð- um (herskálabragginn Bræton). Á annað hundrað manns sóttu hófið. Félaginu bárust skeyti og peninga- gjafir og allt fór vel fram. Pegar félagið varð þrjátíu ára, var farið í Þjóðleikhúsið ásamt eigin- mönnum. Við sáum „Kátu ekkj- una" og drukkum kaffi á veitinga- stað á eftir. Fundargerð daginn eftir þrjátíu ára afmælisdaginn, þ.e. 26. apríl 1956 hljóðar þannig: „Fundur haldinn í Selskarði. Aðallega var rætt um yfirstandandi verkfall. Var uggur í konum yfir því, að þær héldu að ekkert kaffi mundi verða hjá Nönnu, því kaffi og smjörlíki var ófáanlegt. En þegar til kom, var til nóg kaffi og upplýstist þá, að þetta mundi vera líkkistukaffi. Sú saga gekk, að framkvæmdasamur náungi hefði smyglað kaffi í lík- kistu frá Akureyri. Það sem gerðist á fundinum var aðallega það, að félagskonur deildu á milli sín því kaffi og smjörlíki, sem þær áttu. Ef ein kona átti eitt stykki af smjörlíki og einn pakka af kaffi, lét hún þá sem ekkert átti hafa helminginn. Mikið kaffi var drukkið og smakk- aðist það vel, þrátt fyrir allt. Fleira var ekki fyrirtekið og fundi slitið. 8 konur mættu." Svona hljóðar fundargerðin orðrétt. Þetta er skrifað bæði í gríni og alvöru, en allt er í sannleika sagt. Sagan um ferðalag kaffis er sönn og langvarandi verkfall stóð Frá saumanámskeiði 1964. 7
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.