(21) Blaðsíða 21
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 21
Kviðslit við stóma geta verið
einkennalaus og þá er ekki þörf á
inngripi. Í alvarlegum tilvikum geta
sjúklingar fundið fyrir kviðverkjum,
ógleði, uppköstum og
hægðastoppi sem rekja má til
kviðslitsins. Kviðslit geta haft áhrif
á blóðflæði til garna eða stómans,
en það er sjaldgæft. Í slíkum
tilfellum getur þurft að gera
bráðaaðgerð. Önnur einkenni eru
fyrirferð eða bunga á kviðvegg,
erfiðleikar við að fá stómaplötu
eða poka til að haldast, óþægindi
eða þrýstingur við stómað, sár eða
húðbreytingar við stómað og
hægðabreytingar. Stómakviðslit er
hægt að greina með skoðun hjá
lækni eða með myndrannsóknum,
t.d. tölvusneiðmynd, ómskoðun
eða segulómun.
Kviðslit við stóma lagast ekki af
sjálfu sér og er skurðaðgerð
nauðsynleg ef laga þarf kviðslitið.
Endurkoma á kviðsliti eftir viðgerð
er mjög algeng og því ekki ráðlagt
að laga kviðslitið nema það valdi
alvarlegum einkennum eða hafi
veruleg áhrif á lífsgæði
viðkomandi. Í ákveðnum tilvikum
getur verið lífsnauðsynlegt að laga
kviðslitið, t.d. ef görn festist í
kviðsliti, stíflast, ef rof kemur á
görn, eða ef blóðflæði til stómans
skerðist. Aðrar ástæður þar sem
skoða á hvort þörf sé á viðgerð á
kviðsliti eru t.d. ef erfitt er að fá
stómapoka til að haldast á sínum
stað, ef mikil óþægindi eða verkir
stafa af kviðslitinu eða ef mikill
skaði verður á húð vegna
kviðslitsins. Ekki skal gera við
kviðslit ef aðgerð er talin of
áhættusöm fyrir einstakling vegna
undirliggjandi heilsufarsþátta, ef
einstaklingur er með ólæknandi
krabbamein eða ef stefnt er að því
að loka stómanu í framtíðinni. Ef
kviðslit er til staðar metur
skurðlæknir í hverju tilviki fyrir sig
hvort ástæða sé til aðgerðar eða
hvort betra sé að finna aðrar leiðir
til að einstaklingur fái sem best
lífsgæði þrátt fyrir kviðslitið.
Þegar kviðslit byrjar að valda
einkennum er fyrst reynt að
minnka einkennin með
stuðningsleiðum. Þetta getur t.d.
þýtt að vera í stuðningsbelti, reyna
aðra gerð stómaumbúða, eða að
skola í stómað. Þá er einnig
mikilvægt að stöðva reykingar séu
þær til staðar og ef um ofþyngd
einstaklinga með stóma er að
ræða, að gera lífstílsbreytingar sem
miða að því að nálgast kjörþyngd
ef þörf er á. Stómahjúkrunar
fræðingar og læknar geta veitt ráð
og stuðning í þessum aðstæðum.
Þegar stómað er lagt er ekki hægt
að loka kviðveggnum að fullu, þar
sem stómað þarf að fara í gegnum
kviðvegginn. Þess vegna snýst
viðgerð á kviðsliti um að minnka
opið sem stómað (görn eða ristill)
fer í gegnum og styrkja
kviðvegginn þar í kring, án þess að
þrengja um of að stómanu.
Viðgerð á kviðsliti við stóma fer
ýmist fram í opinni aðgerð, með
kviðsjá eða með aðgerðarþjarka. Í
sumum tilvikum er stómað fært, en
talsverð hætta er þó á því að
kviðslit myndist aftur á nýja
stómastaðnum og/eða einnig í
gamla stómaörinu.
Ef möguleiki er á að sökkva
stómanu skal gera það og er þá
gert við kviðslitið í leiðinni. Þá er
stundum sett stoðnet í
kviðvegginn í stómaörið, til að
minnka líkur á að kviðslit myndist í
örinu. Einfaldasta aðgerðin til að
laga kviðslit við stóma er að sauma
kviðvegginn. Þetta er í mörgum
tilvikum einföld aðgerð, gengur
helst fyrir lítil kviðslit og hefur fáa
fylgikvilla, en endurkomutíðnin er
mjög há eða á bilinu 40100% allt
eftir því hvaða rannsókn er skoðuð.
Stoðnet
Í sumum tilvikum er sett stoðnet til
að styrkja kviðvegginn við stómað
(Mynd 2). Ýmsar leiðir eru til að
leggja netið, og algengast er að
nota svokallaða „Sugarbaker“
tækni, þar sem netið er lagt innan á
kviðvegginn og í kringum görnina
eða ristilinn sem er að mynda
stómað. Í sumum tilvikum er netið
sett framan á kviðvegginn (undir
húð og fituvef) t.d. ef um mikla
samvexti er að ræða inni í
kviðarholinu. Stundum eru notuð
fleiri en eitt net og ef kviðslit er í öri
er stundum gert við það á sama
tíma.
Mikil hætta er á að kviðslit komi
aftur eftir viðgerð og er það helsta
ástæða þess að læknar og
einstaklingar forðist aðgerð og
finni leiðir til að lifa með kviðslitinu.
Þó hætta á endurkomu sé
sennilega aðeins minni ef notað er
stoðnet er hætta á öðrum
fylgikvillum meiri. Aðrir fylgikvillar
eftir aðgerðir á kviðsliti eru
sýkingar, blæðingar, garnalömun,
þrenging eða blóðþurrð í stóma og
fistlamyndanir.
Lokaorð
Hér hefur verið gerð grein fyrir
aðgerðum á Landspítalnum
undanfarin ár þar sem lögð eru
stóma. Helsta breytingin á
stómaaðgerðum er að stór hluti
aðgerða er nú gerður með kviðsjá
eða aðgerðarþjarka en slíkar
aðgerðir voru áður framkvæmdar
með opinni tækni. Einnig var gerð
stuttlega grein fyrir algengasta
fylgikvilla þess að hafa stóma, þ.e.
kviðsliti við stóma, helstu
áhættuþættum, einkennum og
meðferðarmöguleikum vegna
þess. Miklar líkur á að kviðslit komi
aftur eftir viðgerð er helsta ástæða
þess að reynt er að nota
stuðningsaðferðir áður en til
aðgerðar kemur.
Mynd 1. Kviðslit við stóma. Þarmur fer í
gegnum kviðvegg hjá ristilstóma.
Mynd frá https://abdominalkey.com/
parastomal-hernia-repair-2/sept 2020.
Mynd 2. Viðgerð á kviðsliti við stóma
með stoðneti.
Mynd fengin að láni frá „DisColonRectum
2019; 62: 158–162.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72