loading/hleð
(5) Blaðsíða 5 (5) Blaðsíða 5
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 5 Ágúst Kristján Steinarrsson er menntaður viðskiptafræðingur og starfar hjá Viti ráðgjöf sem stjórnunarráðgjafi, verkefnastjóri og greiningaraðili á veturna. Á sumrin vinnur hann hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þar sem hann starfar sem gönguleiðsögumaður á Lauga­ veginum og Fimmvörðuhálsi. Ágúst Kristján fékk garnastóma árið 2008, þá 27 ára, eftir að hafa greinst með krabbamein í ristli, en þar áður hafði hann glímt við sáraristilbólgur í fimm ár. Fjallaklifur er eitt af helstu áhugamálum Ágústar og árið 2010 stefndi hann á að klífa sex tinda evrópsku Alpanna ásamt nokkrum félögum sínum. Þessir tindar heita Breithorn, Castor, East, Lyskamm West, Punta Gnifetti, og Parritspitze. Þeir eru frá 4.164 metrum uppí 4.544. Þeim tókst að klífa alla tinda nema Metterhorn þar eð veðurskilyrði voru óhagstæð. Fjallaklifur Okkur lék forvitni á að vita nánar um áhuga Ágústar Kristjáns á fjallaklifri og spurðum hann því fyrst hvort löngunin til að klífa þessa sex tinda hafi kviknað áður en hann fékk stóma og hvort batinn eftir stómaaðgerð hefði orðið til þess að hann lét þennan draum verða að veruleika. Alparnir augljós kostur Ég hafði mikla fjallaþrá á meðan ég var með sáraristilbólgur, sem í raun jókst með hverju árinu. Ég byrjaði m.a.s. að klifra á meðan ég var veikur, en sótti þá helst í inniklifur þar sem klósett var nálægt. Þá lét ég mig dreyma að fara á Hvannadalshnúk en taldi það ansi fjarlægan draum. Svo loks þegar ég fékk heilsuna fóru litlir draumar og stórir að rætast og ég var kominn á hnúkinn tveimur árum eftir aðgerð, sem var í raun óheppni þar sem ég var tilbúinn ári áður en fékk slæma flensu. Áður en ég fór á hnúkinn var ég búinn að gera nánast allt annað sem mig dreymdi um og meira til, eins og heilmikið klettaklifur, klifur upp Hraundranga, 11 tíma vetrargöngu á fjallið Kerlingu, byrja á fjallaskíðum, sigla með seglskipi frá Noregi til Danmerkur og til baka, byrja í ísklifri og margt fleira. Að fara í Alpana var í raun bara augljós kostur en jafnframt mjög ögrandi – sem setti þá mína hreyfingu og ævintýramennsku á næsta stig. Hefurðu farið slíkar fjallaferðir síðan? Þig hefur ekki langað til að reyna aftur við Metterhorn? Ég hef gert ýmislegt en ekkert af sama umfangi og þessi ferð var, enda var hún svo stórt stökk fyrir mig á sínum tíma. Helst má þó nefna fjallaskíðaferð í Pýreneafjöllunum þar sem ég og þrír aðrar samstarfsmenn mínir í Íslenskum fjallaleiðsögumönnum skinnuðum upp ófáar brekkurnar og skíðuðum niður. Við fórum m.a. HEILBRIGÐI SKIPTIR ÖLLU VIÐTAL VIÐ ÁGÚST KRISTJÁN STEINARRSSON, STJÓRNUNARRÁÐGJAFA OG FJALLALEIÐSÖGUMANN Lét ég mig dreyma að fara á Hvannadalshnúk
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.