loading/hleð
(63) Blaðsíða 63 (63) Blaðsíða 63
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 63 sæti nema þú sért kosinn forseti. Þá er hægt að sitja sem slíkur tvö kjörtímabil í viðbót. Flestir sem voru með mér í stjórn voru sammála um að ég ætti að gefa kost á mér og væri besti kosturinn. Mér fannst á þessum tíma að EOA væri ekki nógu öflugt í réttinda­ baráttu fyrir stómaþega og ekki styðja nógu vel við aðildarfélögin og hef verið að reyna að stýra okkur aðeins meira í þá átt sem er reyndar ekki létt verk. Allt kostar þetta tíma og peninga. Það átti að kjósa nýja stjórn á ráðstefnu í Garda á Ítalíu í apríl 2020, en það þurfti náttúrulega að fresta þeirri ráðstefnu um eitt ár, en ég var sá eini sem bauð sig fram til forsetaembættisins. Bosnía og Sviss Þú hefur sem forseti EOA heimsótt ýmis ríki Evrópu og kynnst aðstöðu stómaþega í þeim. Segðu okkur eitthvað frá muninum á þeim. Þú nefndir í blaðaviðtali (Morgunblaðið 3.2.2020) að Bosnía hafi haft mikil áhrif á þig. Hvers vegna? Einn skemmtilegasti þátturinn í þessu „starfi“ er, að forsetanum er oft boðið í heimsókn þegar aðildarfélögin eiga afmæli eða fara af stað með átak til þess að reyna að knýja fram betri lífsskilyrði fyrir félagsmenn sína. Þá er oft reynt að vekja athygli á málstaðnum með því að bjóða forseta Evrópu­ samtakanna í heimsókn og ég hef í þessum tilfellum farið í viðtöl bæði hjá dagblöðum og sjónvarps­ stöðvum. Í slíkum tilfellum ríður á að málbeinið sé sæmilega liðugt og betra að vera búinn að kynna sér aðeins kjör stómaþega í viðkomandi landi. Ef við berum til dæmis saman kjör stómaþega í Bosníu og Sviss þá er himinn og haf þar á milli. Í Bosníu fá stómaþegar litla sem enga aðstoð frá hinu opinbera eftir uppskurð, en verða að treysta á viðkomandi stómasamtök til þess að fá umbúðir og fræðslu. Þau aftur á móti fá umbúðirnar frá erlendum góðgerðarsamtökum, t.d. Friends of Ostomates Worldwide – FOW, sem eru rekin bæði í Bandaríkjunum og Kanada, og dreifa þeim síðan til þeirra, sem þurfa á þeim að halda. Í heimsókn minni til Bosníu var ég sóttur til Tuzla og síðan keyrður til Banja Luka (3ja klst. ferð), en á leiðinni var komið við hjá nokkrum stóma­ þegum og þeim afhentar umbúðir sem þeir höfðu verið að bíða eftir. Fjárhagur samtakanna í Bosníu er þannig að það varð að nýta ferðina eins vel og hægt var. Dragan sem stýrir samtökunum í Bosníu er einfaldlega margra manna maki, það er á hreinu. Í Sviss er þetta hins vegar mjög einfalt. Það er hugsað vel um stómaþega þar, a.m.k upp að vissu marki. Þú færð stómavörur og fræðslu eftir þörfum en ef þú ferð upp fyrir ákveðin mörk, sem eru sæmilega rúm, en líka umdeild, þarft þú sjálfur eða tryggingar þínar að borga eða taka þátt í kostnaðinum. En síðan voru áhrifin af Bosníu ferðinni líka að hluta til tengd því að ummerki um borgarstríðið eru ennþá mjög sýnileg, bæði á mannvirkjum og fólki. EOA leggi meiri áherslu á að berjast gegn fordómum Er starf forseta launað starf eða færð þú styrki héðan og þaðan? Hversu mikill tími og orka fer í þetta? Hefurðu séð einhvern ávinning? Allt starf innan EOA er ólaunað, bæði hjá forseta og öðru stjórnar­ fólki. EOA borgar hins vegar fyrir okkur ferðir, gistingu og uppihald þegar við förum erinda sam­ takanna. Á hverju ári fer forsetinn í kannski tvær heimsóknir til aðildarfélaga og síðan er haldinn einn stjórnarfundur á hverju ári og eru stjórnarmeðlimir gestgjafar til skiptis. Tvær heimsóknir og einn stjórnarfundur gera a.m.k 11­12 daga sem fara í þetta með ferðum. Einnig er undirbúningur fyrir allar ferðir. Stundum eru heimsóknirnar lengri eins og þegar ég tók þátt í átaki í Tékklandi og hjólaði frá Prag og til Novi Jicýn sem er í austurhluta Tékklands. Sú heimsókn tók rúma viku. Síðan fer töluverður tími hérna heima í það að svara tölvupóstum frá ýmsum aðilum: stjórnarmeðlimum, aðildarfélögum samtakanna, einstaka sinnum koma póstar frá fulltrúum framleiðenda stómavara, öðrum samtökum sem sinna velferð stómaþega og núna nýlega fór all nokkur tími í samskipti við fulltrúa EDF eða European Disability Forum (nokkurs konar ÖBÍ innan Evrópusambandsins), sem vildi vita ýmislegt um starfsemi EOA og aðild okkar að EDF. Síðan er nýbúinn fundur við Svíþjóð og Sambíu, sem fór fram í gegnum samskiptaforrit í tölvunni. Annar slíkur fundur er fljótlega á dagskrá við Suður­Afríku og Þýskaland. Ég hef aldrei tekið það saman hversu mikill tími það er sem fer í þetta brölt mitt í heildina enda er kannski best að vita það ekki Hjólahópurinn í Tékklandi komin á áfangastað.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (63) Blaðsíða 63
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/63

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.