loading/hleð
(60) Page 60 (60) Page 60
60 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna en flestar byggja á að 50­60 sm langur bútur af smáþarmi er klipptur upp og saumaður saman á ákveðin hátt til þess að úr verði blöðrulaga líffæri sem getur þanist út af þvagi og tæmst. Þvag­ leiðararnir voru svo tengdir við efri hluta nýblöðrunnar og neðri hlutinn saumaður við efri hluta þvagrásar og því engin þörf á stóma eða poka. Virtir prófessorar frá stórum evrópskum háskóla­ sjúkrahúsum kepptust á þessum tíma við að þróa nýblöðrurnar og birtu mjög lofandi niðurstöður í vísindaritum og aðrir reyndu að fylgja þeirra fordæmi. Þegar aðferðin dreifðist um heiminn urðu þeir sem tóku upp aðferðirnar meðvitaðir um að meira var um fylgikvilla en lýst hafði verið í vísindagreinum og í kjölfarið hefur ár frá ári dregið úr notkun nýblöðru og notkun Bricker stóma aukist á nýjan leik. Aðgerðartækni við nýblöðru er flókin og allt sem er flókið í skurðlækningum krefst mikillar reynslu og sérhæfingar til að árangur sé viðunandi. Bricker þvagfráveitan er mun einfaldari aðgerð að ná tökum á og lang­ tímaárangur og hugsanlegir fylgikvillar eru mun betur skilgreindir en við nýblöðru­ aðgerðina. DaVinci aðgerðarþjarkinn hefur valdið byltingu Það sem einnig hefur ýtt undir endurhvarfs til Bricker þvag­ fráveitu á kostnað nýblöðru er aukin notkun á robottækni við skurðaðgerðir. DaVinci aðgerðar­ þjarkinn hefur valdið byltingu í þvagfæraskurð lækningum og hefur víða um heim, þar með talið á Íslandi komið í stað opinnar aðgerðartækni við blöðrubrottnám og þvagfráveitur. Aðgerðarþjarkinn hefur dregið mjög úr legutíma og blæðingu í tengslum við þessar aðgerðir. Nýblöðruaðgerð er sérlega flókin að framkvæma í aðgerðar þjarkanum og forsenda þess að framkvæma slíkar aðgerðir er að viðkomandi skurðlæknir geri þær mjög reglulega ef árangur á að vera ásættanlegur. Bricker fráveitan er hins vegar tæknilega litlu flóknari með aðgerðarþjarka heldur en með opinni tækni. Á Íslandi eru gerð um 10­15 blöðrubrottnám á ári og til viðbótar um 1­2 þvagfráveitur þar sem blaðran er ekki fjarlægð og einungis framkvæmd Bricker þvagfráveita. Á Landspítalanum var byrjað að gera blöðrubrottnám í aðgerðarþjarka í lok ársins 2015 og alls hafa síðan verið gerð 45 blöðrubrottnám og Bricker stóma með þjarkanum og auk þess 5 Bricker þvagfráveitur þar sem blaðran var ekki fjarlægð. Í fyrstu var einungis sjálft blöðru brott­ námið gert með þjarkanum og svo þvagfráveitan gerð með opinni tækni í gegnum 4­5 sm skurð. Frá vorinu 2019 er öll aðgerðin fram kvæmd með þjarkanum inni í kviðarholi sjúklings og hefur árangur verið góður. Von okkar er að þetta dragi enn frekar úr fylgi kvillatíðni og flýti heimferð og bata sjúklings eftir aðgerðina þar sem skurðir verða enn minni en áður fyrir vikið. Vonir standa til að á næstu árum komi fram öruggari og betri að ferðir við að framkvæma nýblöðruaðgerðir í aðgerðarþjarka en nú er raunin. Lág tíðni fylgikvilla til skemmri og lengri tíma er for senda þess að skipta út Bricker stómanu sem hefur gefist svo vel um áratugaskeið um allan heim. Almennt eru einstaklingar sem fá Bricker stóma ótrúlega fljótir að aðlagast því að vera með stóma. Góð fræðsla og undirbúningur fyrir aðgerð og markviss kennsla og eftirlit stómahjúkrunarfræðinga vegur þar þungt og er lykilforsenda fyrir árangri. Miklar framfarir hafa orðið í þróun og framleiðslu á stómavörum og fátítt núorðið að sjúklingar lendi í vanda með leka frá stómapoka sem gat verið vandamál á síðustu öld, sem erfitt var fyrir sjúklinga að sætta sig við. Fræðsla og kynning Stóma­ samtakanna á Íslandi hefur einnig verið ómetanleg þegar kemur að því að opna augu almennings á því hversu algengt og eðlilegt það er að lifa með stóma og maður upplifir að flestir sjúklingar sem standa frammi fyrir því að fá stóma séu með ágæta þekkingu á fyrirbærinu og hafi jákvæða sýn á stóma frá byrjun, sem auðveldar mjög ákvörðunartökuna og allt ferlið eftir aðgerð. Ég vil að lokum þakka Stómasamtökunum ómetanlegt starf og óska meðlimum hjartanlega til hamingju með afmælið! Sjúklingur í lok aðgerðar. Mislitar slöngur ganga út um stóma og ná upp til nýrna og eru fjarlægðar á degi 10 eftir aðgerð. Drenslanga sést vinstra megin á kvið og er fjarlægð daginn eftir aðgerð. Sár neðst á kvið sem blaðra hefur verið fjarlægð í gegnum í lok aðgerðar.
(1) Page 1
(2) Page 2
(3) Page 3
(4) Page 4
(5) Page 5
(6) Page 6
(7) Page 7
(8) Page 8
(9) Page 9
(10) Page 10
(11) Page 11
(12) Page 12
(13) Page 13
(14) Page 14
(15) Page 15
(16) Page 16
(17) Page 17
(18) Page 18
(19) Page 19
(20) Page 20
(21) Page 21
(22) Page 22
(23) Page 23
(24) Page 24
(25) Page 25
(26) Page 26
(27) Page 27
(28) Page 28
(29) Page 29
(30) Page 30
(31) Page 31
(32) Page 32
(33) Page 33
(34) Page 34
(35) Page 35
(36) Page 36
(37) Page 37
(38) Page 38
(39) Page 39
(40) Page 40
(41) Page 41
(42) Page 42
(43) Page 43
(44) Page 44
(45) Page 45
(46) Page 46
(47) Page 47
(48) Page 48
(49) Page 49
(50) Page 50
(51) Page 51
(52) Page 52
(53) Page 53
(54) Page 54
(55) Page 55
(56) Page 56
(57) Page 57
(58) Page 58
(59) Page 59
(60) Page 60
(61) Page 61
(62) Page 62
(63) Page 63
(64) Page 64
(65) Page 65
(66) Page 66
(67) Page 67
(68) Page 68
(69) Page 69
(70) Page 70
(71) Page 71
(72) Page 72


Stómasamtök Íslands

Year
2020
Language
Icelandic
Pages
72


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stómasamtök Íslands
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Link to this page: (60) Page 60
http://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/60

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.