loading/hleð
(34) Blaðsíða 32 (34) Blaðsíða 32
svona hafi þetta verið frá örófi alda. Viðhorf vinnuveitenda og verkalýðsforystu einkennist af íhaldssemi og þar er ekkert rúm fyrir skilning á kjörum kvenna. Efna- haglegt sjálfstæði kvenna virðist eiga langt í land. Kvennalistinn telur algera uppstokkun á launakerfinu nauðsynlega til að bæta stöðu kvenna. Fyrsta skrefið er að láta fara fram ókynbundið starfsmat og nýta við það reynslu annarra þjóða sem hafa náð athyglisverðum árangri í því að jafna launamun kynjanna. Mikilvægur liður í endurskoðun launakerfisins er að gera það gegnsætt, þ.e. að alltaf sé ljóst hvaða þættir það eru sem leiða til hærri launa, betri kjara eða hærri stöðu. Endurskoða þarf gildandi lög um vinnumarkaðinn í þeim tilgangi að tryggja jafnrétti kynjanna. Það er óþolandi að vinnumarkaðurinn skuli komast upp með að brjóta jafnréttislög og mismuna kynjunum. Því þarf að tryggja eftirlit með jafnréttislögunum og herða viðurlög við brotum á þeim svo að þau nái tilgangi sínum. Launakerfi ríkisins þarfnast gagngerra endurbóta. Sérstaklega þarf að hækka lægstu laun og jafna launamun kynjanna. Algengt er að ríkisstarfsmenn taki hluta launa sinna í ýmsum aukagreiðslum og alkunna er að karlar njóta slíkra greiðslna í mun ríkara mæli en konur. Nauðsynlegt er að einfalda launakerfi ríkisins, auka hlut umsaminna grunnlauna, draga úr eða afnema með öllu aukagreiðslur af ýmsu tagi og endurskoða röðun í launaflokka. Kvennalistinn telur það fullreynt að hlutur hinna lægst launuðu verði leiðréttur með hefðbundnum kjarasamningum. Því viljum við að lágmarkslaun verði lög- bundin og að aldrei megi greiða laun undir nauðþurftarmörkum. Atvinnurekend- um á ekki að líðast að nýta fulla starfskrafta fólks án þess að greiða því laun sem duga til eðlilegrar framfærslu enda veikir það hagkerfið og þjóðfélagið allt að halda stórum hópum á smánarlaunum. Við viljum þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna og annarra láglaunahópa, stytt- ingu vinnuvikunnar og sveigjanlegan vinnutíma. Kvennalistinn vill: $ að launakjör kvennastétta verði stórbætt með því að óheimilt verði að greiða laun undir nauðþurftarmörkum, $ að gert verði ókynbundið starfsmat með það að markmiði að jafna launamun kynjanna, $ að dagvinnulaun dugi til framfærslu, $ að tryggt verði með öllum tiltækum ráðum að taxti sé í samræmi við greitt tímakaup, $ að vinnuvikan verði stytt og komið á sveigjanlegum vinnutíma þar sem unnt er, 32
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (34) Blaðsíða 32
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/34

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.