loading/hleð
(44) Blaðsíða 42 (44) Blaðsíða 42
Iðnaðar- og orkumál íslenskur iðnaður hefur löngum búið við erfið skilyrði og átt á brattann að sækja. Nú er sóknarhugur í samtökum iðnaðarins og sé rétt á málum haldið á hann að geta tekið við talsverðum hluta þess vinnuafls sem bætist á vinnumarkað- inn á næstu áratugum. Lykilatriðið er aukin áhersla á menntun, sérhæfingu og gæði svo og samvinna iðnfyrirtækja í markaðsmálum. Frá því aðlögun að EFTA-aðild lauk um 1980 hefur iðnaður á íslandi búið við nær óhefta samkeppni. Sú staða breyttist óverulega við aðild íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu. Markaðshlutdeild íslensks iðnaðar hefur á undan- förnum árum minnkað mikið í mörgum greinum og sumar hafa nær þurrkast út, s.s skógerð, fataiðnaður og húsgagnaiðnaður. Þá hafa einstakar greinar eins og skipasmíði þurft að keppa við ríkisstyrktan iðnað annarra landa og ekki notið skilnings stjórnvalda á þeim vanda. Vissar greinar útflutningsiðnaðar hafa hins vegar sótt á og náð fótfestu þrátt fyrir harða samkeppni, einkum iðnaður sem teng- ist sjávarútvegi. Vaxtarbroddurinn er í sérhæfðri framleiðslu sem byggist á hugviti og tækniþekkingu og leggur áherslu á sérstöðu íslands. Sérstaðan er fyrst og fremst fólgin í hreinleika lands og náttúru svo og sérþekkingu og reynslu í sjávar- útvegi, bæði veiðum og vinnslu. Stjórnvöld þurfa að viðurkenna mikilvægi iðnaðarins í íslensku atvinnulífi og hafa fastmótaða stefnu í málefnum hans. Rannsókna- og þróunarstarf og tengsl skólastarfs og atvinnulífs er mikilvægur þáttur í slíkri stefnumótun. Fjárfestinga- lánasjóðir og bankastofnanir þurfa að samhæfa stefnu sína í stuðningi við ný- sköpun m.a. til að vega upp það óhagræði sem felst í litlum heimamarkaði. Helsti vaxtarbroddur í atvinnulífi víða um lönd felst í rekstri smárra og meðal- stórra fyrirtækja. Svo er einnig hér á landi þar sem ekki síst konur hafa haft frum- kvæði að stofnun smáfyrirtækja í handverksiðnaði af ýmsum toga. Við eigum því að leggja áherslu á minni iðnfyrirtæki sem skapa störf fyrir konur ekki síður en karla, byggja á íslensku hugviti og íslensku hráefni og taka fyllsta tillit til um- hverfissjónarmiða. Æskilegt er að þjóðin verði sem mest sjálfri sér nóg um orku. Liður í því er að stefna að því að framleiða eldsneyti í landinu, t.d. vetni sem kæmi þá í stað inn- fluttrar olíu. Vetni er af mörgum talið vænlegt sem eldsneyti framtíðarinnar og með notkun vetnis í stað olíu væri unnt að draga verulega úr mengun í heiminum. Framleiðsla vetnis er stóriðja sem vert er að huga að. Mengandi stóriðja kemur hins vegar ekki til greina á íslandi og fellur illa að ímynd íslands sem ósnortins lands. íslendingar búa við þau forréttindi að eiga mikið af óbeislaðri vatns- og varma- orku. Fara þarf með gát í nýtingu orkulindanna með það í huga að þær eru fjár- sjóður, sem gagnast getur þjóðinni um langan aldur, sé rétt á málum haldið. Til að hægt sé að nýta þessa orku til hagsældar fyrir þjóðina er mikilvægt að gera vernd- ar- og nýtingaráætlun fyrir vatnsföllin og jarðhitann og tryggja yfirráðarétt íslend- inga yfir orkulindunum. Þar sem orkulindirnar eru sameign allra landsmanna er eðlilegt að orkukostnaður verði sá sami um allt land. 42
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (44) Blaðsíða 42
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/44

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.