loading/hleð
(25) Page 23 (25) Page 23
Heilbrigðismál Góð heilsa felst í andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan sem skiptir miklu fyrir velferð einstaklinganna og þjóðarinnar allrar. Kvennalistinn tekur undir með Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) sem setti sér markið Heilbrigði íyrir alla árið 2000. Því vill Kvennalistinn beita sér fyrir að unnið verði að markvissri stefnu- mótun í heilbrigðisþjónustu á íslandi. Til að ná marki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar þarf að vinna enn markviss- ar að því en áður að leita uppi áhættuhópa og áhættuþætti og bregðast til varnar. Forvarnir og heilsuverndarfræðslu þarf að efla. Heilbrigðisfræðslu er ábótavant í skólum sem annars staðar og hana þarf að auka. Skort hefur fræðslu um mannleg samskipti, kynlíf, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og barneignir. Lág laun, húsnæðisvandi, atvinnuleysi, ófullnægjandi aðbúnaður á vinnustað og óviðunandi þjónusta við barnafjölskyldur veldur aukinni streitu og álagi sem getur leitt til andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Heilbrigði ræðst ekki síst af að- stæðum sem stjórnvöld búa fólki. Marga sjúkdóma má rekja til ýmissa þátta í lifnaðarháttum fólks og umhverfi. Draga má úr þeim með fræðslu, forvörnum og heilsuvernd. Leggja þarf áherslu á að hver einstaklingur ber ábyrgð á eigin heil- brigði. Ríkisvaldið þarf að leggja sitt af mörkum til þess að örva rannsóknir á sviði heilbrigðismála. Leggja þarf aukna áherslu á skilning vinnuveitenda og starfs- fólks á mikilvægi vinnuverndar. Vinnusjúkdómar, líkamlegir sem andlegir, eru of víða vandamál. Því er mikilvægt að auka fræðslu og forvarnir á því sviði. Rann- sóknir á heilsufari kvenna þarf að efla og við allar vísindarannsónir ber að hafa í huga þann mismun sem er á líkamsstarfsemi og félagslegu hlutverki kynjanna. Auka þarf fræðslu um afleiðingar neyslu tóbaks, áfengis og annara fíkniefna. Vax- andi vímuefnaneysla unglinga er stórfellt vandamál sem kallar á skipulagðar varnaraðgerðir. Með auknum áherslum á fyrirbyggjandi aðgerðir má draga úr útgjöldum í heil- brigðiskerfinu. Heilbrigðisþjónusta hefur í of ríkum mæli þróast sem dýr við- gerðaþjónusta. Auka þarf aðhald og eftirlit og efla áhrif fagfólks á stjórnun heil- brigðisstofnana. Auka þarf hagræðingu í rekstri sjúkrastofnana og skilgreina verksvið þeirra. Efla þarf heimaþjónustu og koma á skipulagðri samvinnu heil- brigðisstétta. Þekking, færni og tækjakostur í heilbrigðiskerfinu á að vera sameign þjóðarinn- ar og allir eiga að hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Hvað gott skal teljast er stjórnvalda að ákveða í sátt við þjóðina. Markviss og skynsamleg heilbrigðis- stefna felur m.a. í sér forgangsröðun læknisverka. Ef rétt er á málum haldið og vægi endurhæfingar og forvarnaraðgerða er aukið að mun gæti slík forgangsröðun falið í sér varanlegan sparnað. Allar aðgerðir til sparnaðar og hagræðingar þarf að íhuga vel áður en til þeirra er gripið, ekki síst þegar efnahagur heimilanna er eins bágborinn og nú. 23
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Page 49
(52) Page 50
(53) Page 51
(54) Page 52
(55) Page 53
(56) Page 54
(57) Page 55
(58) Page 56
(59) Page 57
(60) Page 58
(61) Page 59
(62) Page 60
(63) Page 61
(64) Page 62
(65) Page 63
(66) Page 64
(67) Back Cover
(68) Back Cover
(69) Scale
(70) Color Palette


Framtíðarsýn

Year
1995
Language
Icelandic
Pages
68


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Link to this page: (25) Page 23
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/25

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.