loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Stefnuskrá Kvennalistans fyrir Alþingiskosningar 1995 Inngangur Kvennalistinn er stjórnmálaafl sem vill breyta samfélaginu og setja mannrétt- indi og samábyrgð í öndvegi. Kvennalistinn vill nýta reynslu og krafta kvenna til jafns við karla í þágu samfélagsins alls og jafnframt að konur og karlar deili sem jafnast með sér ábyrgð í einkalífi. Kvennalistinn vill samfélag þar sem kvenfrelsi ríkir og telur það algjört forgangsatriði að tryggja efnahagslegt sjálfstæði kvenna. Kvennalistinn leggur áherslu á valddreifingu og virkt lýðræði og kýs sér því ekki formann. Öflug grasrót er lífæð Kvennalistans sem kvenfrelsisafls. Kvennalistinn hefur valið íramboð til Alþingis sem leið til að auka áhrif og völd kvenna og bæta stöðu þeirra. Kvennalistinn er hvorki á vinstri né hægri væng stjórnmálanna, held- ur kvennapólitísk stjórnmálahreyfing og er því ný vídd í íslenskum stjórnmálum. Kvennalistinn leggur áherslu á að konur eiga sameiginlega reynslu og menn- ingu samtímis því sem aðstæður þeirra eru margbreytilegar og konurnar sjálfar um leið. Kvenfrelsisafl hlýtur að hlusta á mismunandi raddir kvenna og taka mið af margbreytileika þeirra í allri stefnumörkun. Kvenfrelsiskonur hafa risið upp gegn ríkjandi hefðum. Pær krefjast frelsis í hegðun og útliti, þær vilja móta líf sitt sjálfar, þær vilja völd og áhrif til þess að tryggja mannréttindi kvenna og breyta þeim aðstæðum sem konum eru búnar. Virða verður rétt kvenna til að velja sér þann lífsfarveg sem þær kjósa. Til að svo geti orðið þurfa konur að vera efnahags- lega sjálfstæðar, eiga greiðan aðgang að samfélagslegri þjónustu og upplýsingum sem styrkja stöðu þeirra í daglegu lífi. Petta teljum við mikilvægar grundvallar- forsendur kvenfrelsis. Þrátt fyrir lagalegt jafnrétti er langt frá því að staða kvenna og karla í samfélag- inu sé sambærileg. Ein meginástæða þess er að rótgrónar hugmyndir um konur, stöðu þeirra og hlutverk gera ekki ráð fyrir að þær standi jafnfætis körlum. Þrátt fyrir jafnréttislög hefur tímakaup kvenna lækkað undanfarin ár í hlutfalli við tíma- kaup karla og fer sá munur vaxandi með aukinni menntun. Nýjar tölur staðfesta að í heild eru tekjur kvenna á íslandi aðeins um 50% af tekjum karla. Þessar stað- reyndir endurspegla ekki aðeins hróplegt launamisrétti, heldur líka mismunandi aðstæður kynjanna til atvinnuþátttöku. Kvennalistinn vill samfélag þar sem bæði konur og karlar eru virk í fjölskyldulífi, atvinnulífi og við mótun samfélagsins. Við viljum samfélag sem virðir réttindi og þarfir barna, samfélag þar sem kynferði ákvarðar ekki stöðu fólks og dagvinnulaun fyrir 6-8 stunda vinnudag nægja til viðunandi framfærslu einstaklings. 1
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.