loading/hleð
(41) Page 39 (41) Page 39
hvernig núgildandi kvótakerfi í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu samrýmist fram- tíðarhorfum í landbúnaði og hvort lífvænlegur búskapur getur þrifist í slíku kerfi við þær miklu breytingar sem í vændum eru. Styðja þarf vel við tilraunir sem nú eru á döfinni til vistvænnar framleiðslu lambakjöts. Þar eru ef til vill að opnast nýir markaðir erlendis sem vert er að gefa góðan gaum. Þess verður þó að gæta að framleiðsla lambakjöts verði ekki á kostnað gróðurs og uppgræðslu. Samdráttur í landbúnaði undanfarin ár hefur bitnað harkalega á bændakonum. Framleiðsla íjölmargra búa hrekkur rétt fyrir launum sem nema einu ársverki, en þau duga ekki til framfærslu í sveitum frekar en annars staðar. Konur hafa því í auknum mæli leitað sér vinnu utan bús en eiga fárra kosta völ. Konur hafa átt mik- inn þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu bænda. Brýn þörf er á stuðningi við frum- kvæði kvenna sem stunda handiðn og smáiðnað í sveitum eða þéttbýliskjörnum, en konur á landsbyggðinni hafa í auknum mæli sótt fram til eigin atvinnusköpun- ar. Fjármunum þarf að veita í þessa átt því að þarna sameinast oft tvennt, atvinnu- sköpun og nýting hráefna sem ekki hafa verið nýtt um áratugaskeið. Áhrif kvenna á stjórnun og mótun landbúnaðarins eru hverfandi lítil og því miður gera þær breytingar, sem orðið hafa á félagskerfi bænda, þeim enn erfiðara fyrir. Það er óviðunandi hve hlutur kvenna er fyrir borð borinn í samtökum bænda sem hafa lögmæltu hlutverki að gegna og fá til þess almannafé. Þar þarf hugarfarsbylting að eiga sér stað. Á undanförnum öldum hefur verið gengið stöðugt á gæði landsins. Brýnt er að snúa vörn í sókn og skila betra landi til komandi kynslóða. Þéttbýlið þarfnast sveitanna og sveitirnar þéttbýlisins. Við eigum að hugsa um hag heildarinnar, hag íslensku þjóðarinnar. Kvennalistinn vill: 9 að áhrif kvenna á mótun og stjórnun landbúnaðarins aukist og verði í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir þessa atvinnugrein, 9 að landbúnaður verði rekinn eins og hver önnur atvinnugrein sem taki mið af þörfum markaðarins og óskum neytenda, 9 að dregið verði úr yfirbyggingu og miðstýringu landbúnaðarins, milli- liðum fækkað og valdið flutt heim í hérað, 9 að bændur ráði för við þróun landbúnaðar og við nauðsynlegar bú- háttabreytingar, 9 að leitað verði frekari markaða erlendis á þeirri hágæðavöru sem ís- lenskar landbúnaðarafurðir eru, 9 að reglur um matvælaeftirlit verði endurskoðaðar og samræmdar, 39
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Page 49
(52) Page 50
(53) Page 51
(54) Page 52
(55) Page 53
(56) Page 54
(57) Page 55
(58) Page 56
(59) Page 57
(60) Page 58
(61) Page 59
(62) Page 60
(63) Page 61
(64) Page 62
(65) Page 63
(66) Page 64
(67) Back Cover
(68) Back Cover
(69) Scale
(70) Color Palette


Framtíðarsýn

Year
1995
Language
Icelandic
Pages
68


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Link to this page: (41) Page 39
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/41

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.